Fara í efni

Endurtalning atkvæða - niðurstaða

Að beiðni B - lista Framsóknarflokks ákvað yfirkjörstjórn Norðurþings að endurtelja atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum í Norðurþingi, sem fram fóru 31. maí s.l..

Endurtalningin var framkvæmd í dag, föstudaginn 6. júní 2014 kl. 16, að viðstöddum umboðsmönnum allra framboða.
Niðurstaða endurtalningar varð eftirfarandi:

B - listi   406 atkvæði (fær 2 fullt. í bæjarstjórn)
D - listi   414 atkvæði (fær 3 fullt. í bæjarstjórn)
S - listi   278 atkvæði (fær 2 fullt. í bæjarstjórn)
V - listi   401 atkvæði (fær 2 fullt. í bæjarstjórn)
Auð atkvæði 56
Ógild atkvæði 5
Samtals greiddu 1.560 atkvæði.

Ein frávik komu fram við endurtalningu. Atkvæðaseðill sem áður var talinn S - lista reyndist vera ógildur. 
Endurtalningin breytir ekki úthlutun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Norðurþings.

Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður Óskarsson
Hanna Ásgeirsdóttir
Höskuldur Skúli Hallgrímsson
Sigmundur Hreiðarsson