Fara í efni

Kaffi Kvíabekkur

Í júni 2019 rættist langþráður draumur hjá notendum og starfsfólki Miðjunnar á Húsavík að hafa möguleika á að geta rekið eigið kaffihús, er Norðurþing lánaði þeim aðstöðu í Kvíabekk sem er staðsett í Skrúðgarðinum á Húsavík.  

Á síðastliðnum  þremur sumrum hefur Kaffi Kvíabekkur verið opin á góðviðrisdögum milli kl. 13:00-15:30 og bæjarbúar og gestir komið og notið þess að fá sér kaffibolla og nýsteikta vöfflu.  Notendur Miðjunar sjá alfarið um rekstur þessa kaffihús með aðstoð frá starfsfólki.  Einnig er boðið uppá handklæðaleigu ef einhver vill vaða í ánni,  teppi er hægt að fá lánuð til að sitja undir trjánum í garðinum , margskonar afþreying er í boði t.d.  kubbur, frisby, ratleikur ofl.

Hér má sjá þegar starfsmenn sjónvarpsþáttarins Með okkar augum heimsóttu Kaffi Kvíabekk í sumar.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/med-okkar-augum/32686/9nmv72  á 18 mín.

Kvíabekkur heitir efsta hús í skrúðgarðinum norðan vegar. Var torfbær upphaflega og reistur 1893 af
hjónunum Baldínu Hallgrímsdóttur og Jósep Kristjánssyni, sem síðar áttu heima í Tungu (efsta hús við
Reykjahveiðarveg), þar sem áður stóð bærinn Áræði. Enn sjást tættur af gamla Kvíabekkjarbænum baka til við timburhúsið sem nú stendur og er notað sem áhaldageymsla fyrir skrúðgarðinn og afdrep yfirsumartímann fyrir starfsfólk garðsins.    (Gatan mín og gengin slóð, Sigurjón Jóhannesson, bls.26)

Ásrún Vala     
 Kiddi

Ásrún Vala                                                                      Kiddi