Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu
30.05.2023
Tilkynningar
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu.
Um er að ræða 80% stöðu.
Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarstöð sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka færni hans.
Smellið á starfsauglýsingu hér til hægri fyrir nánari upplýsingar svo sem markmið starfsins og hæfniskröfur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún MArgrét Einarsdóttir - gunnamagga@nordurthing.is
Starfsferilskrá og kynningarbréf þarf að fylgja umsókn. Umsóknir skulu berast á gunnamagga@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2023