Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðja íbúa að huga vel að flokkun
09.01.2024
Fréttir
Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðla til íbúa að huga betur að flokkun heimilissorps. Það er mikilvægt að íbúar leggi sig fram við að flokka rétt.
Við minnum á:
-
Að svartir/gráir eða ógagnsæir pokar eru einungis undir almennt sorp. Ógagnsæir pokar eiga ekki heima í öðrum tunnum.
- Bleyjur mega ekki fara í tunnu sem ætluð er fyrir lífrænan úrgang.
- Að vera dugleg að skola og þurrka allar fernur sem fara til endurvinnslu, ef fullar fernur lenda í endurvinnslutunnu geta þær leitt til þess að allur pappinn sem fer í sorpbílinn verður óendurvinnanlegur.
- Að taka allan lífrænan úrgang úr umbúðum áður en hann fer í tunnuna. Lífrænum úrgangi er umbreytt í moltu og t.d. nýttur í landgræðslu og því mikilvægt að umbúðir úr plasti, gleri eða járni fari ekki með.