Tekjutengdur afsláttur vistunargjalda í leikskóla og frístund
06.12.2023
Tilkynningar
Ágæta foreldri/forráðamaður
Nú um áramótin tekur gildi ný gjaldskrá leikskóla og Frístundar/lengdrar viðveru. Sú breyting hefur orðið að sérstakir afslættir fyrir einstæða og námsfólk falla þá niður en í stað þeirra verður hægt að sækja um tekjutengdan afslátt sé fólk undir skilgreindum tekjuviðmiðum. Áfram verða veittir systkinaafslættir og afslættir fyrir starfsfólk leikskóla vegna vistunargjalda. Ekki verða veittir afslættir af fæðisgjöldum.
- Greiðendur vistunargjalda þurfa að sækja sérstaklega um tekjutengdan afslátt á umsóknareyðublaði á vefsíðu Norðurþings.
- Afrit nýjasta skattframtals þarf að fylgja umsókn. Hægt er að sækja framtalið á þjónustuvef skattsins. Leiðbeiningar: Að sækja staðfest afrit skattframtals af þjónustuvef
- Á vefsíðu Norðurþings er reiknivél þar sem greiðendur leikskólagjalda geta slegið inn í tekjuupplýsingar o.fl. til að vita hvort viðkomandi á rétt á afslætti. https://reiknivelar.nordurthing.is/
- Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar til að taka gildi 1. hvers mánaðar þar á eftir.
- Umsóknir gilda út skólaárið og endurnýja þarf umsókn við upphaf hvers skólaárs. Send verður áminning í upphaf skólaárs.
- Til grundvallar ákvörðunar á afslætti fyrir tímabilið 1. janúar 2024 - júní 2024 verður notast við skattframtal fyrir árið 2022. Umsóknir vegna þessa tímabils þurfa að berast fyrir 20. desember.
Tekjuviðmið vegna tekjutengds afsláttar 2024:
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins í starfsreglum leikskóla og starfsreglum Frístundar eða hjá fræðslufulltrúa sveitarfélagsins í síma 464-6100 eða með pósti á netfangið: nordurthing@nordurthing.is
Bestu kveðjur starfsfólk Norðurþings