Fara í efni

Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur

Næstkomandi helgi verður dagur tónlistarskóla landsins haldinn hátíðlegur en uppskeruhátíð þessi hefur verið haldin nokkur síðustu ár.  Tónlistarskóli Húsavíkur ætlar að halda upp á daginn með tónleikahaldi bæði á laugardag og sunnudag.

Á laugardaginn 23. febrúar hefst dagskrá með tónleikum kl. 14:00.
Þar syngja:
Stúlknakór Húsavíkur og Iðnu Lísurnar kórar tónlistarksólans.
Einnig mun Sólseturskórinn, kór eldri borgar á Húsavík taka þátt í hátíðinni.

Að kórsöng loknum verður gert hlé og mun Stúlknakór Húsavíkur verða með kaffisölu á stjörnu Borgarhólsskóla.

Kaffisalan er liður í fjáröflun kórsins en hann mun vera að leggja í söngferðalag til Fredrikstad vinarbæjar Húsavíkur. Eftir hlé verða svo valtónleikar nemenda kl. 16:00. Tónleikarnir eru blandaðir og liður í því að velja nemendur til áframhaldandi keppni á Nótuna sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins.

Á sunnudaginn 24. febrúar verður haldið áfram með valtónleika nemenda kl. 16:00.

Full ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa tónleika, nemendur af austursvæði tónlistarskólans munu mæta á valtónleikana á laugardaginn.

Niðurstöður munu verða kynntar á sunnudaginn að loknum tónleikum.