Fara í efni

Ert þú atvinnulaus?

Fólki sem misst hefur vinnu sína er boðið að koma saman í Geðræktarmiðstöðinni Setrinu, Árgötu 12, 640 Húsavík, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 10 og 12 í kaffi og spjall.  Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda virkni og fyrirbyggja slæmar afleiðingar sem atvinnuleysi getur mögulega haft í för með sér.

Fólki sem misst hefur vinnu sína er boðið að koma saman í Geðræktarmiðstöðinni Setrinu, Árgötu 12, 640 Húsavík, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 10 og 12 í kaffi og spjall.  Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda virkni og fyrirbyggja slæmar afleiðingar sem atvinnuleysi getur mögulega haft í för með sér.

Jafnframt að efla samstöðu meðal atvinnulausra, gagnkvæman stuðning og veita fólki tækifæri til að deila sameiginlegri reynslu.  Einnig er markmiðið að skapa vettvang fyrir fólk til að leita leiða til atvinnusköpunar eða  annarar uppbyggilegrar iðju.  Fyrsta opnun fyrir þennan hóp verður föstudaginn 5. desember kl. 10:00.