Fara í efni

EVS sjáfboðaverkefni

Evrópa unga fólksins stendur fyrir EVS sjálfboðaverkefninu.

Á heimasíðu Evrópu unga fólksins segir að verkefnið sé: ,,Frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem getur farið til Evrópu til að taka þátt í alls konar verkefnum. Sjálfboðastarfið getur verið (næstum) hvað sem er og alls konar samtök eða stofnanir geta tekið á móti EVS sjálfboðaliðum eða aðstoðað ungt fólk að gerast sjálfboðaliðar. Styrkurinn nær yfir flesta kostnaðarliði eins og t.d. ferðakostnað, gistingu, fæði, tungumálakennslu og vasapeninga."

Norðurþing og stofnanir sveitarélagsins geta tekið þátt í verkefninu og geta verkefnin verið af ýmsum toga. Þeir sem vilja kynna sér möguleika verkefnisins betur geta lesið um það á vefsíðu euf.is . 

Ef stofnunin þín hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu með aðkomu sveitarfélagsins eða ef þú ert með góða hugmynd af verkefni er bent á að hafa samband við Kjartan (kjartan@nordurthing.is) Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Norðurþings.