Fara í efni

Fálkasetur í Ásbyrgi

Fimmtudagskvöldið 11. október verður ný vefsíða Fálkaseturs Íslands formlega opnuð. Af því tilefni er boðað til fræðslufundar um þemu Fálkasetursins.

1.  Fálkinn og langtímarannsóknir.  Ólafur K. Nielsen fjallar um gildi langtímarannsókna út frá reynslu sinni af fálkarannsóknum.

2.  Theodór Gunnlaugsson. Barnabarn  Theodórs, Guðlaugur Aðalsteinsson, segir frá lífi og fræðum þessa mikla náttúrunnanda.

3.  Rafmagni hleypt á vefsíðuna www.falkasetur.is. Hjörleifur Finnsson segir nokkur orð um síðuna og komandi starf Fálkasetursins.

Dagskrá hefst kl. 20.00, kaffi á könnunni.

 

Allir velkomnir