Félagsleg heimaþjónusta - laust starf
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir að ráða starfsmann við félagslega heimaþjónustu í austurhluta Norðurþings.
Um er að ræða 20% stöðu fasta stöðu við félagslega heimaþjónustu.
Einnig vantar í sumarafleysingar í maí og júlí.
Nauðsynleg ert að umsækjandi hafi bifreið til afnota.
Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu og félagslegan stuðning, efla viðkomandi til sjálfsbjargar sem gerir fólki kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem bestar aðstæður.
Nauðsynlegt er að umsækjandi sé íslenskumælandi og æskilegt að viðkomandi sé eldri en 20 ára.
Starfsmenn vinna samkv. kjarasamningi Norðurþings, og starfa hjá Félagsþjónustu Norðurþings. Deilarstjóri félagslegrar heimaþjónustu er Fanney Hreinsdóttir og veitir hún allar nánari upplýsingar er starfið varðar, sími 464-6132
Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2010.
Umsóknir skulu berast til Félagþjónustu Norðurþings,
Ketilsbraut 7-9
640 Húsavík
eða á fanney@nordurthing.is