Fara í efni

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í vaktavinnu á kvöldin. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára.
Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram eftir kl. 17:00 – 22.00 mánudaga og miðvikudaga. Um er að ræða rúmlega 20% vaktavinnu.
 
Umsækjandi þarf að:
·         Hafa náð 18 ára aldri.
·         Hafa hreint sakavottorð
·         Hafa gott vald á íslensku
·         Hafa áhuga á að vinna með börnum
·         Geta unnið vel með öðrum
·         Vera liprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum.
·         Hafa frumkvæði og verið sveigjanlegur í starfi
·         Reynsla að starfi með börnum/ungmennum er æskileg.
 
Viðkomandi má hefja störf þegar í stað.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
 
Umsóknarfrestur er til 1. september 2022
Frekari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100 – kjartan@nordurthing.is