Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir liðveitendum

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir bæði karl- og kvenkyns liðveitendum á aldrinum 20 ára og eldri.

Það sem felst í félagslegri liðveislu er að aðstoða einstaklinga við að rjúfa félagslega einangrun með því t.d. að fara á viðburði í samfélaginu, kaffihús, bíó eða annað sem þjónustuþeginn óskar eftir.

Þetta er tímavinna og yfirleitt nokkrir tímar á mánuði. Fjölbreytt og skemmtileg vinna með skóla eða annarri vinnu.

Nánari upplýsingar veitir
Marzenna K. Cybulska
Verkefnastjóri búsetu
marzenna@nordurthing.is
S:464-6100