Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmönnum í búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmönnum í búsetuúrræði fyrir fatlað fólk hjá sveitarfélaginu. Annarsvegar er um að ræða nýtt búsetuúrræði sem fellur undir Vík íbúðarkjarna og hinsvegar úrræði sem fellur undir Pálsgarð.

Markmið starfsins:

  • Góð ummönnun, virðing og vinsemd við íbúa
  • Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa
  • Veita íbúum félagslegan stuðning og aðstoð við almenn störf er varða athafnir daglegs lífs
  • Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þáttöku og almennrar virkni
  • Þáttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi
  • Lögð áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Allt nám sem nýtist i starfi er kostur og metið til launa
  • Þekking á hugmyndinafræðinni Þjónandi leiðsögn (e.gentle teaching) er kostur
  • Reynsla og menntun er kostur
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri

Starfið er unnið í vaktavinnu. Starfshlutfall er 80-100%. Um framtíðarstarf er að ræða.

Vegna búsetuúrræðis sem fellur undir Vík er æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í maí næstkomandi.

Vegna búsetuúrræðis sem fellur undir Pálsgarðs er æskilegt að umsækjundur gefi hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2024

Laun eru skv. Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar gefur Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri Norðurþings lara@nordurthing.is

Starfsferilskrá og kynningarbréf þarf að fylgja umsókn – umsóknir berast á netfangið lara@nordurthing.is