Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir starf laust til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust til umsóknar 80-100% starf starfsmanns á hæfinga stöð – Miðjan

 
Miðjan – Hæfing er dagþjónusta við einstaklinga með fötlun, þar sem veitt er þjálfun og hæfing með það að markmiði að efla þroska, sjálfstæði og frumkvæði þjónustuþega, að viðhalda og auka við færni þjónustuþega á vinnumarkaði með starfsþjálfun og eftirfylgni, auk þess að stuðla almennt að vellíðan og öryggi.
 
Starfsmaður er stöðugt í návist þjónustuþega, hann sinnir örvun og liðveislu, tekur tillit til hæfni og getu hvers og eins. Markmiðið er að auka virkni og getu til sjálfbjargar.
Starfið er að mestu unnið í húsnæði Miðjunnar, en einnig utan þess og í umhverfi þjónustuþega.
Starfsmaður tekur þátt í að setja ákveðin markmið í starfi og leggja síðan mat á árangur í samstarfi við verkefnastjóra Miðjunnar og Búsetu. 
 
Menntun og hæfniskröfur:
  • Góð almenn verkkunnátta, nám sem nýtist í starfi er mikill kostur.
  • Reynsla af starfi með fötluðum er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni og virðing í mannlegum samskiptum, áhugi og reynsla á teymisvinnu.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði vinnubrögð.
  • Metnaður, ábyrgð og skipuleg vinnubrögð.
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi.
  • Hreint sakavottorði í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.
  • Vitund fyrir sjálfum sér og hvernig eigin hæfileikar geta nýst í þágu þjónustuþega.
  • Hæfni til að tileinka sér nýjungar.
  • Jákvæður agi og þjónandi leiðsögn er kostur.
 
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.
Nánari upplýsingar gefur Marzenna marzenna@nordurthing.is í síma 464-6100
 
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréf þurfa að fylgja í þeim tilfellum sem við á.
 
Umsókn og fylgiskjölum skal skilað á netfangið hrodny@nordurthing.is