Félagsþjónusta Norðurþings - laust starf félagsráðgjafar til umsóknar
Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust starf félagsráðgjafar til umsóknar. Um er að ræða 100% starf.
Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Viðkomandi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/199, lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu
Menntun og hæfniskröfur:
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða viðkomandi fagi
- Reynsla af störfum í félagsþjónustu er æskileg
- Reynsla á sviði barnaverndar er æskileg.
- Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu er kostur
- Krafist er góðrar alhliða tölvukunnáttu
- Þekking á OneSystem er kostur
- Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er æskileg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, áhugi og reynsla á teymisvinnu.
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
- Metnaður og skipulögð vinnubrögð
- Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti og skriflegri framsetningu gagna.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.
- Jákvæður agi, sáttameðferð, þjónandi leiðsögn eða önnur sér þekking er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2021.
Nánari upplýsingar gefur: Hróðný Lund, Félagsmálastjóri í síma 464-6100
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn.
Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á netfangið hrodny@nordurthing.is
Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélag Íslands eða viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Karlar sem og konur eru hvattir til að sækja um.