Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu.

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu.

Um er að ræða tvær stöður, önnur 80% með vinnutíma frá 10:00 - 16:00 og hin 40% með vinnutíma frá 13:00 - 16:00

Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarmiðstöð sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Notendur eru þjálfaðir í athöfnum daglegs lífs sem og alls kyns verkefnum og störfum. Í Miðjunni er unnið eftir þjónandi leiðsögn (Gentle teaching).

Nánari upplýsingar gefur Guðrún M Einarsdóttir, verkefnastjóri í Miðjunni  gunnamagga@nordurthing.is

Starfsferilskrá og kynningarbréf þarf að fylgja starfsumsókn- umsóknir skulu berast á netfangið  gunnamagga@nordurthing.is

Smellið á starfsauglýsingu hér til hliðar til að sjá markmið og hæfniskröfur.