Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði, spennandi tækifæri í rekstri
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði
í N-Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram
á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.
Lundur er staðsettur í fallegu skógi vöxnu umhverfi og liggur við þjóðveg 85. Umferð til og frá Kópaskeri,
Raufarhöfn og Þórshöfn liggur um staðinn. Í nágrenni Lundar eru vinsælir ferðamannastaðir s.s. Þjóðagarðurinn við
Jökulsárgljúfur (6 km), Mývatn og Húsavík. Vaxandi sumarhúsabyggð er á svæðinu. Tilvalið tækifæri fyrir
metnaðarfulla einstaklinga með áhuga á ferðaþjónustu.
Tilboð í leigu og áform um rekstur óskast send á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík, eða á
elisabet@husavik.is
Einnig fást nánari upplýsingar hjá Elísabetu, dreifbýlisfulltrúa í síma 4646125.