Fara í efni

Fjárfestingarfélag stofnað

Mánudaginn 20. okt. s.l. var stofnað nýtt fjárfestingarfélag, Fjárþing ehf. í Þingeyjarsýslum. Stofnendur félagsins eru öll aðildarsveitarfélög Héraðsnefndar Þingeyinga, að einu undanskildu ásamt nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Tilgangur félagsins er að lána jafngildi 150 milljóna króna til uppbyggingar kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit og leggja þannig lóð á vogarskálar þess að þær áætlanir nái fram að ganga.

Mánudaginn 20. okt. s.l. var stofnað nýtt fjárfestingarfélag, Fjárþing ehf. í Þingeyjarsýslum. Stofnendur félagsins eru öll aðildarsveitarfélög Héraðsnefndar Þingeyinga, að einu undanskildu ásamt nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Tilgangur félagsins er að lána jafngildi 150 milljóna króna til uppbyggingar kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit og leggja þannig lóð á vogarskálar þess að þær áætlanir nái fram að ganga.

Mánudaginn 20. okt. s.l. var stofnað nýtt fjárfestingarfélag, Fjárþing ehf. í Þingeyjarsýslum. Stofnendur félagsins eru öll aðildarsveitarfélög Héraðsnefndar Þingeyinga, að einu undanskildu ásamt nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Tilgangur félagsins er að lána jafngildi 150 milljóna króna til uppbyggingar kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit og leggja þannig lóð á vogarskálar þess að þær áætlanir nái fram að ganga. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2004 og að verksmiðjan verði tilbúin árið 2005. Á stofnfundinum kom fram mikil samstaða um verkefnið sem fundarmenn töldu mjög verðmætt fyrir héraðið, en ljóst er að ef þessi starfsemi getur ekki hafist þegar núverandi kísilgúrvinnslu verður hætt, blasir byggðahrun við í Mývatnssveit með óhjákvæmilegum afleiðingum fyrir héraðið allt.