Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar fyrir 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009 var afgreidd við síðari umræðu í bæjarstjórn 20. desember s.l. Helstu stærðir áætlunarinnar eru að heildartekjur samstæðu Húsavíkurbæjar á árinu 2006 eru áætlaðar 1.439 mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.535 mkr., en þar af eru reiknaðar afskriftir 138 mkr., reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 49 mkr. og reiknaðar verðbætur lána 63 mkr. Veltufé frá rekstri er því 102 mkr., en að mati fagaðila er sá mælikvarði betri á rekstrarhæfi sveitarfélaga en niðurstöður rekstraráætlunar sem hefur að geyma ýmsar reiknaðar stærðir.

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar fyrir 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009 var afgreidd við síðari umræðu í bæjarstjórn 20. desember s.l. Helstu stærðir áætlunarinnar eru að heildartekjur samstæðu Húsavíkurbæjar á árinu 2006 eru áætlaðar 1.439 mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.535 mkr., en þar af eru reiknaðar afskriftir 138 mkr., reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 49 mkr. og reiknaðar verðbætur lána 63 mkr. Veltufé frá rekstri er því 102 mkr., en að mati fagaðila er sá mælikvarði betri á rekstrarhæfi sveitarfélaga en niðurstöður rekstraráætlunar sem hefur að geyma ýmsar reiknaðar stærðir.

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar fyrir 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009 var afgreidd við síðari umræðu í bæjarstjórn 20. desember s.l. Helstu stærðir áætlunarinnar eru að heildartekjur samstæðu Húsavíkurbæjar á árinu 2006 eru áætlaðar 1.439 mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.535 mkr., en þar af eru reiknaðar afskriftir 138 mkr., reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 49 mkr. og reiknaðar verðbætur lána 63 mkr. Veltufé frá rekstri er því 102 mkr., en að mati fagaðila er sá mælikvarði betri á rekstrarhæfi sveitarfélaga en niðurstöður rekstraráætlunar sem hefur að geyma ýmsar reiknaðar stærðir.

Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og þá stefnu að halda áfram uppi góðu þjónustustigi sveitarfélagsins og byggja upp þjónustu þess til framtíðar, eru afborganir eldri lána 245 mkr. umfram nýjar lántökur á áætlunartímabilinu.

Helstu stærðir A-hluta þar sem skatttekjum sveitarfélagsins er ráðstafað, þ.e. aðalsjóðs, eignasjóðs og þjónustustöðvar eru þær að tekjurnar eru áætlaðar 1.116 mkr. og rekstrargjöldin 1.115 mkr. en þar af eru reiknaðir liðir 32 mkr. Veltufé frá rekstri er því 33 mkr.

Gert er ráð fyrir verulegum framkvæmdum á næsta ári, eða fyrir tæpar 185 mkr. Á móti kemur sala eigna, leikskóla, stjórnsýsluhúss og íbúða úr félagslega kerfinu, fyrir 237 mkr. Stærsta einstaka framkvæmdin er uppbygging leikskóla sveitarfélagsins en gert er ráð fyrir að 1. ágúst 2007 verði tekinn í notkun endurbyggður og stækkaður leikskóli þar sem Bestibær er nú. Af öðrum framkvæmdum má nefna framkvæmdir við lóð Borgarhólsskóla, sem er frágangur aðkomu að inngangi að vestan og frágang gangstéttar frá Miðgarði að íþróttahöll. Leikvöllur milli Höfðavegar og Laugabrekku verður byggður upp með nýjum leiktækjum. Svæðið neðst í Skrúðgarðinum og gönguleiðin yfir Búðará að Ásgarðsvegi verða endurbyggð. Unnið verður í stígagerð og fegrun svæðisins við Kaldbakstjarnir og lokið við girðingarframkvæmdir vegna samþykktrar landbótaáætlunar. Til gatnagerðar er áætlað að verja samtals rúmum 32 mkr. og er þar bæði um að ræða nýframkvæmdir og yfirlagnir á eldri götum. Gert er ráð fyrir framkvæmdum hjá Húsavíkurhöfn fyrir 117 mkr. og er um að ræða þekju með lögnum og lýsingu við Bökugarð og uppbyggingu viðleguaðstöðu smábáta nyrst í smábátahöfninni, en framlag ríkissjóðs vegna þessara framkvæmda nemur um 68 mkr. Þá er gert ráð fyrir fráveituframkvæmdum í tengslum við nýframkvæmdir í gatnagerð og einnig áfanga við hreinsun Búðarár.

Áætlanirnar í heild sinni og greinargerð bæjarstjóra við síðari umræðu um þær í bæjarstjórn er hægt að nálgast hér að neðan.

 Fjárhagsáætlun 2006

 Greinargerð með fjárhagsáætlun