Fjárhagsáætlun afgreidd við fyrri umræðu
Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar og stofnana og fyrirtækja fyrir 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 voru afgreiddar við
fyrri umræðu í bæjarstjórn 25. nóv. s.l.
Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar kr. 1.154.324 þús. og hækka um kr. 30.234 þús. eða 2,7% frá endurskoðaðri
áætlun yfirstandandi árs.
Heildarrekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð kr. 1.070.678 þús. og hækka um kr. 753 frá
endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Þar af eru reiknaðar afskriftir kr. 134.679 þús. Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr.
168.751 þús. þar af reiknaðar verðbætur og gengismunur kr. 72.744 þús. Tap ársins er því áætlað kr. 85.105
þús.
Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 122.318 þús. eða 10,6% af tekjum.
Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar og stofnana og fyrirtækja fyrir 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 voru afgreiddar við fyrri umræðu í bæjarstjórn 25. nóv.
Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar kr. 1.154.324 þús. og hækka um kr. 30.234 þús. eða 2,7% frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs.
Heildarrekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð kr. 1.070.678 þús. og hækka um kr. 753 frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Þar af eru reiknaðar afskriftir kr. 134.679 þús. Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr. 168.751 þús. þar af reiknaðar verðbætur og gengismunur kr. 72.744 þús. Tap ársins er því áætlað kr. 85.105 þús.
Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 122.318 þús. eða 10,6% af tekjum.
Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja kr. 204.662 þús. á móti kr. 108.935 þús. skv. endurskoðaðri fjárhagsáætlun þessa árs. Þar munar mest um fjárfestingar hafnarsjóðs fyrir kr. 71 millj., orkuveitu fyrir kr. 59 millj. og félagslegra íbúða fyrir kr. 18 millj. Síðan eru ýmsar fjárfestingar í A hluta fyrir kr. 56 millj., en nánari grein er gerð fyrir þessum fjárfestingum síðar í þessari greinargerð.
Lántökur eru áætlaðar kr. 274.000 þús. Afborganir lána eru áætlaðar kr. 212.745 þús. þannig að nettólántaka samstæðunnar er áætluð kr. 61.255 þús
Langtímaskuldir samstæðunnar eru áætlaðar í árslok 2004 kr. 2.290. millj., þar af kr. 610 millj. vegna orkuveitu.
Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar samtals eru áætlaðar kr. 3.323 millj. í árslok 2004, þar af eru lífeyrisskuldbindingar áætlaðar kr. 506 millj.
Í greinargerð bæjarstjóra kemur m.a. fram að eftir er að útfæra nokkur atriði áætlunarinnar frekar fyrir síðari umræðu. Á það sérstaklega við um tekjur af fasteignagjöldum, þ.m.t. sorpgjöldum, mögulega lækkun rekstrargjalda fjárfrekustu málaflokka aðalsjóðs og einstaka fjárfestingarliði.
Fjárhagsáætlunin verður afgreidd við síðari umræðu 16. desember n.k.
Greinargerð bæjarstjóra