Fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Á fundi bæjarráðs í gær, 18. nóvember, var ákveðið að vísa fjárhagsáætlun fyrir árin 2004 - 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þá var tillögum að gjaldskrám fyrirtækja bæjarins, sem gildi eiga að taka 1. janúar 2004, einnig vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fundur Bæjarstjórnar þar sem þetta verður tekið fyrir er áætlaður 25. nóvember næstkomandi.
Á fundi bæjarráðs í gær, 18. nóvember, var ákveðið að vísa fjárhagsáætlun fyrir árin 2004 - 2007
til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þá var tillögum að gjaldskrám fyrirtækja bæjarins, sem gildi eiga að taka 1. janúar
2004, einnig vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fundur Bæjarstjórnar þar sem þetta verður tekið fyrir er
áætlaður 25. nóvember næstkomandi.
Úr fundargerð bæjarráðs frá 18. nóv. er eftirfarandi bókun:
a) Tillögur að álagningarstigum og gjaldskrám er gildi frá 1. janúar 2004:
1) Álagningarprósenta útsvara.
2) Gjaldskrá fyrir leikskóla.
3) Gjaldskrá fyrir tónlistarskóla.
4) Gjaldskrá fyrir bókasafn.
5) Gjaldskrá fyrir sundlaug.
6) Gjaldskrá fyrir íþróttahöll.
7) Gjaldskrá fyrir sumarskóla.
8) Þjónustugjaldskrá Húsavíkurhafnar.
9) Gjaldskrá Orkuveitu – fyrri umræða.
Friðfinnur óskaði bókað að hann taki ekki afstöðu til þessarrar afgreiðslu bæjarráðs.
b) Bæjarráð gekk frá tillögu að fjárhagsáætlunum Húsavíkurbæjar 2004-2007 og samþykkir að vísa henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Friðfinnur óskaði bókað að hann taki ekki afstöðu til þessarrar tillögu bæjarráðs.