Fara í efni

Fjárhagslegar aðgerðir Norðurþings vegna COVID-19 faraldursins.

Fyrstu ákvarðanir vegna Covid 19 voru teknar á 321. fundi byggðarráðs

Grunnstefið í viðbrögðum Norðurþings við Covid-19 faraldrinum byggir meðal annars á tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga að aðgerðum til viðspyrnu. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi aðgerðir sem gilda fyrir tímabilið 16. mars til og með 31. maí.

Fyrirkomulag þessa verður endurskoðað fyrir 15. maí:

  • Leiðrétt verður fyrir þeirri skerðingu sem nú er orðin og fyrirséð er að verði á þjónustu við barnafjölskyldur í leik- og grunnskólum. Það þýðir að ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem ekki er veitt í mötuneytum grunnskóla, frístundaheimilum og leikskólum. Fyrirframgreidd gjöld mynda inneign sem kemur til lækkunar á gjöldum að loknu tímabili þjónustuskerðingar.
  • Ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta þjónustu Hafnasjóðs Norðurþings fá niðurfellingu á farþegagjöldum.

Byggðarráð felur sveitarstjóra framkvæmd þessara aðgerða í samráði við viðkomandi sviðsstjóra. Aðgerðarhópur Norðurþings mun vinna áfram að frekari tillögum að viðbrögðum við því ástandi sem nú ríkir s.s. innheimtu fasteignagjalda og ýmissa þjónustugjalda sveitarfélagsins. Þær tillögur verða lagðar fram í byggðarráði í næstu viku. 

 

Ákvarðanir teknar á 322. Fundi byggðarráðs:

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögur aðgerðahóps um efnahagsaðgerðir Norðurþings vegna COVID-19 og er sveitarstjóra falið að fylgja þeim eftir:

  • Gjöld sem eru greidd eftir á sbr. skólamáltíðir og frístund - innheimt verði skv. veittri þjónustu í mars.
  • Gjöld sem greidd eru fyrirfram sbr. leikskólagjöld verði skv. veittri þjónustu en verði ekki endurgreidd heldur gangi upp í þjónustu síðar á árinu.
  • Leikskólagjöld vegna apríl- og maímánaðar 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun.
  •  Ef barn er annan hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.   
  •  Aðgerðahópur leggur það til við stjórn OH að opnuð verðir lánalína á milli OH og Norðurþings.
  •  Óskað verði eftir frestun á afborgunum af lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
  • Lagt er til að samþykkt verði fyrirmæli til ráða sveitarfélagsins, sviðsstjóra og stjórnenda stofnana þess eðlis að almennur rekstrarkostnaður verði lækkaður eins og mögulegt er. Ef stofna á til nýrra útgjalda þarf að leita samþykkis fyrir þeim fyrirfram.
  • Aðgerðahópur leggur til að samþykkt verði að yfirvinna verði ekki heimiluð. Undanþegin er bráðnauðsynleg þjónusta.
  • Fjármálastjóra er falið að kanna lánamöguleika vegna fjármögnunar mannaflsfrekra verkefna.
  • Innheimtuferli hjá Motus verði breytt og gripið til tímabundinnar frestunar á innheimtuaðgerðum gagnvart nýjum kröfum. Kröfur sem eru tilkomnar eftir 1. mars og síðar, á meðan samþykkt þessi er í gildi, verði ekki settar í innheimtuferli.
  • Hætt verði við kaup á bílum og/eða öðrum dýrari tækjum.
  • Vinnuskóli verði efldur fyrir eldri bekki grunnskóla.
  • Sumarstörf ungmenna verði tryggð.
  • Aflað verði tölulegra upplýsinga um atvinnuleysi og leitað eftir mati fyrirtækja á áætluðum samdrætti í tekjum á árinu ásamt mati á áætluðum samdrætti varðandi fjölda starfsmanna. Einnig leitað eftir ábendingum/tillögum um aðgerðir sveitarfélagsins við þessar aðstæður.

 

Ákvarðanir teknar á 323. Fundi byggðarráðs:

  • Viðhaldsframkvæmdir á vegum eignasjóðs verði auknar s.s. viðhald á húsnæði, viðhald á götum og kantsteinum, gönguleiðir, leikvellir, skólalóðir og umhverfisverkefni til að fegra í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Bætt verði við 60 milljónum króna í fjárfestingar og viðhald.
  • Framkvæmdaáætlun verði tekin upp og forgangsraðað með tilliti til mannaflsfrekra verkefna. Aðgerðahópur sveitarfélagsins heldur áfram vinnu sinni og mun koma með fleiri tillögur meðal annars varðandi fasteignagjöld í næstu viku.
  • Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um frestun á þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. apríl, maí og júní fram til nóvember, desember og janúar 2021. Umsóknargátt vegna frestunar á fasteignagjöldum verður opnuð á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum -  rafrænt umsóknareyðublað vegna frestunar á fasteignagjöldum  /  útfyllanleg umsókn á pdf- formi 
  • Samningur við Húsavíkurstofu verði framlengdur um eitt ár.
  • Farþegagjöld vegna hvalaskoðunar verða ekki innheimt á árinu 2020.
  • Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um frestun á þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. apríl, maí og júní fram til nóvember, desember og janúar 2021. Umsóknargátt vegna frestunar á fasteignagjöldum verður opnuð á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.
  • Samningur við Húsavíkurstofu verði framlengdur um eitt ár.
  • Farþegagjöld vegna hvalaskoðunar verða ekki innheimt á árinu 2020.

 

Allar líkur eru á því að frekari ákvarðanir og tillögur birtist hér á vefnum á næstu vikum.