Fara í efni

Fjarskipta- og öryggismál

Í óveðrinu þann 6. og 7. janúar síðastliðinn duttu út fjarskiptakerfi og fm útvarp, vegna þessa sendir bæjarráð Norðurþings eftirfarandi bókun til ráðherra fjarskiptamála.  

Í óveðrinu þann 6. og 7. janúar síðastliðinn duttu út fjarskiptakerfi og fm útvarp, vegna þessa sendir bæjarráð Norðurþings eftirfarandi bókun til ráðherra fjarskiptamála.

 

"Að hálfu stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið unnið markvist að því að byggja upp svokallað Tetra fjarskipta kerfi í landinu og allir björgunar og viðbragðsaðilar verið hvattir til að fjárfesta í slíkum búnaði þar sem það gæfi möguleika á mun öruggari og betri þjónustu þessara aðila en hingað til.

Þann 6.og 7. Janúar sl. gekk afar slæmt veður yfir landið með snjókomu og hvassviðri einkum um austan og norðanvert landið sem hafði í för með sér talsvert miklar truflanir á rafmagni á svæðinu milli Langanes og Eyjafjarðar . Að kvöldi þess 6.janúar urðu öll fjarskiptakerfi á hluta svæðisins óvirk þ.e.a.s. símkerfið, GSM kerfin, bæði Síminn og Vodafone og einnig Tetra kerfið ásamt fm útvarpi. Þetta hafði m.a. þær afleiðingar að viðgerðarflokkar á vegum RARIK lentu í vandræðum vegna þess að þar höfðu menn treyst á Tetrakerfið. Tetrakerfið komst fyrst í lag tæpum sólahring síðar og nærri 3 sólahringar liðu þar til öll símakerfin voru farinn að virka.

Það er augljóst að við svo búið verður ekki unað. Það er lágmarks krafa að rekstur öryggiskerfis líkt og Tetra verði tryggður með viðeigandi varabúnaði þannig að virkni þess haldist þó að til tímabundins rafmagnsleysis komi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að samskiptabúnaður sé ávallt til staðar þegar hættu ber að höndum.

Bæjarráð Norðurþings fer þess á leit við  ráðherra fjarskiptamála að hann kanni málið ítarlega og geri nauðsynlegar ráðstafannir til úrbóta."