Fjársöfnun til styrktar félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn
Tilgangurinn er fjársöfnun til að safna fyrir málningu á félagsheimilið, en auk þess er viðburðinum ætlað með táknrænum hætti að hvetja sveitarfélagið Norðurþing til að ljúka við viðhaldsframkvæmdir utanhúss sem staðið hafa yfir um nokkurt skeið.
Skipuleggjendur hafa sett sér það markmið að safna fyrir málningu á allt húsið eða að minnsta kosti framhliðina. Með þessu vilja brottfluttir Raufarhafnarbúar og aðrir gestir þakka fyrir góðar stundir sem þeir hafa átt í þessu frábæra húsi og styðja við heimamenn, vini og félaga sem standa nú í átaki til að bjarga íbúabyggð og atvinnulífi á staðnum.
Húsið verður opnað kl. 22:00. Aðgangseyrir er kr. 2000.
Þeir sem ekki eiga kost á að mæta á ballið en vilja styrkja verkefnið geta lagt inn á reikning hjá Raufarhafnarfélaginu.
Banki 0116 - Höfuðbók - 26 - Reikningsnúmer 511 Kt. Raufarhafnarfélagsins er 681298‐2669
Nánari upplýsingar gefur Bjarni Ómar Haraldsson í síma 892‐4666 eða á netfanginu bjarniomar@simnet.is
SÍFRERI, sem er hljómsveit kvöldsins, gefur alla vinnu sína og hefur tekið að sér að koma verkefninu á legg. Bandið sem stofnað var af þessu tilefni er skipað eftirfarandi sonum Raufarhafnar:
Ásgrímur Angantýsson - Píanó, hljómborð og raddir
Bjarni Ómar Haraldsson - Kassagítar og söngur
Davíð Atli Jones - Bassagítar
Stefán Jan Sverrisson - Trommur og raddir
Örvar Þór Kristjánsson - Rafgítar og raddir
Nokkrar dætur Raufarhafnar munu stíga á svið og syngja með hljómsvietinni en þetta eru þær:
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir
Berglind Mjöll Tómasdóttir
Helga Þórdís Guðmundsdóttir
Þorbjörg Erla Halldórsdóttir
Fésbókarsíða viðburðarins er á slóðinni:
https://www.facebook.com/events/522632804434288/?notif_t=plan_user_joined