Fara í efni

Fjölbreytt landslag í Norðurþingi

Í yfirstandandi aðalskipulagsvinnu fyrir Norðurþing hefur verið lögð sérstök áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag - í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi. Nú liggja fyrir drög að flokkun á landslagi í Norðurþingi sem lýsir eftirfarandi atriðum.

Í yfirstandandi aðalskipulagsvinnu fyrir Norðurþing hefur verið lögð sérstök áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag - í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi.

Nú liggja fyrir drög að flokkun á landslagi í Norðurþingi sem lýsir eftirfarandi atriðum.

- Hvað einkennir landslag í Norðurþingi
- Hvaða upplifanir landslagið býður upp á
- Hvað er sérstakt eða einstakt við landslag í Norðurþingi
- Hvaða land fellur undir ákvæði 37. greinar laga um náttúruvernd um sérstaka vernd
- Hvaða svæði eru verðmæt sem búsvæði, vegna líffræðilegs fjölbreytileika eða vegna bindingar gróðurhúsalofttegunda
- Hvaða svæði eru verðmæt á svæðisvísu, landsvísu eða heimsvísu
 

Þessi flokkun á landi er ætlað að vera grundvöllur að stefnumörkun um nýtingu og vernd í Norðurþingi, s.s. hvernig haga ætti landnotkun, mannvirkjagerð og umgengni á mismunandi landgerðum. Slík stefnumörkun er mikilvæg til að tryggja að verðmæti skaðist ekki að óþörfu.

Á íbúafundi í Skúlagarði nk. laugardag 21.2.2009 verður ofangreind flokkun á landslagi kynnt en skýrslu um hana má nálgast hér. Norðurþing og Vatnajökulsþjóðgarður boða til fundarins en honum er ætlað að ræða áherslur í nýtingu og verndun í sveitarfélaginu austan Tjörness, einkum m.t.t. tækifæra sem liggja í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum.