Fjölmennur íbúafundur í Skúlagarði
10.04.2025
Tilkynningar
Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur í Skúlagarði til að fara yfir áhrif sem gætu fylgt eldgosi í Vatnajökli/Bárðarbungu ef flóð færi af stað niður Jökulsá á Fjöllum. Bergur Einarsson frá Veðurstofu Íslands og Hreiðar Hreiðarsson frá LSNE héldu framsögu, annarsvegar um niðurstöðu flóðaútreikninga og hins vegar um gildandi viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu. Í framhaldinu voru samtöl og fyrirspurnir.
Gögn sem kynnt voru á fundinum eru hér með fréttinni og eru íbúar sem ekki komust á fundinn hvattir til að kynna sér þau.
Viðbragðsáætlun Norðurland
Hættumat vegna jökulhlaupa í Jökulsá á Fjöllum eða Skjálfandafljóti af völdum eldgoss í Bárðarbungu.