Fara í efni

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar á öll heimili

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 21. júní s.l. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi sem dreift verður á öll heimili í sveitarfélaginu í þessari viku en það er fimmti flokkur drengja í knattspyrnu sem annast dreifinguna. Það er von stjórnenda sveitarfélagsins að íbúar kynni sér fjölskyldustefnuna vel og noti hana sem grundvöll að uppbyggilegri umræðu um þjónustu sveitarfélagsins. Stefnunni er ætlað að vera sveitarfélaginu hvatning til að búa vel að fjölskyldum í sveitarfélaginu.

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 21. júní s.l. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi sem dreift verður á öll heimili í sveitarfélaginu í þessari viku en það er fimmti flokkur drengja í knattspyrnu sem annast dreifinguna. Það er von stjórnenda sveitarfélagsins að íbúar kynni sér fjölskyldustefnuna vel og noti hana sem grundvöll að uppbyggilegri umræðu um þjónustu sveitarfélagsins. Stefnunni er ætlað að vera sveitarfélaginu hvatning til að búa vel að fjölskyldum í sveitarfélaginu.

 

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 21. júní s.l. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi sem dreift verður á öll heimili í sveitarfélaginu í þessari viku en það er fimmti flokkur drengja í knattspyrnu sem annast dreifinguna. Það er von stjórnenda sveitarfélagsins að íbúar kynni sér fjölskyldustefnuna vel og noti hana sem grundvöll að uppbyggilegri umræðu um þjónustu sveitarfélagsins. Stefnunni er ætlað að vera sveitarfélaginu hvatning til að búa vel að fjölskyldum í sveitarfélaginu. Við vinnslu hennar var lögð áhersla á að leita sjónarmiða sem víðast í samfélaginu og ætti stefnan því að endurspegla áherslur íbúa Húsavíkurbæjar. Til að raunverulegra áhrifa gæti af slíkri stefnumótun er mikilvægt að stefnan verði lifandi plagg í sífelldri endurskoðun, því eru allar ábendingar og tillögur vel þegnar. Fjölskyldustefna sveitarfélagsins er ekki eign starfsmanna þess eða kjörinna fulltrúa heldur allra íbúa. 

Í inngangi stefnunnar segir m.a.:

„Fjölskyldustefnu Húsavíkurbæjar er ætlað að skapa fjölskyldum í sveitarfélaginu sem best skilyrði til að sinna hlutverki sínu og skyldum.  Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar fjallar  um hvernig bæjaryfirvöld ætla með ákvörðunum sínum, starfsemi, þjónustu og aðstöðu að koma til móts við fjölskyldur í sveitarfélaginu. Megin áherslan er á að auðvelda barnafjölskyldum, þ.e. fjölskyldum með börn á aldrinum 0 – 18 ára, að rækja hlutverk sitt en engir íbúar eða íbúahópar í Húsavíkurbæ eru þó undanskildir. 

Í fjölskyldustefnunni er leitast við að setja fram raunhæf og áreiðanleg markmið er geti stuðlað að bættum hag fjölskyldna í Húsavíkurbæ. 

Fjölskyldustefna sveitarfélags á að vera leiðbeinandi og lifandi og verða einstakir þættir hennar sífellt endurskoðaðir í ljósi nýrra aðstæðna og eftir því sem framkvæmd stefnunnar miðar.  Heildarendurskoðun fjölskyldustefnunnar mun fara fram fyrir árslok 2009.“

 Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar