Foreldrar athugið!
Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?
Foreldrum á Húsavík hefur staðið til boða leikskólavist fyrir börn sín frá 9 mánaða aldri og hefur biðtími eftir vistun almennt verið stuttur. Það er m.a. ástæða þess að ekkert dagforeldri starfaði í sveitarfélaginu síðasta ár.
Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?
Foreldrum á Húsavík hefur staðið til boða leikskólavist fyrir börn sín frá 9 mánaða aldri og hefur biðtími eftir vistun almennt verið stuttur. Það er m.a. ástæða þess að ekkert dagforeldri starfaði í sveitarfélaginu síðasta ár.
Þrátt fyrir þessa stöðu fá ekki allir foreldrar þá þjóustu sem þeir helst kjósa, m.a. er ekki í boði leikskólavist fyrir börn undir 9 mánaða aldri og árstíðabundnir biðlistar hafa myndast.
Sífellt er unnið að því að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagins. Í því skyni að skoða þörf á starfsemi dagforeldra á Húsavík, hefur Húsavíkurbær ákveðið að kanna hjá foreldrum hvort þörf er á þjónustu dagforeldra.
Foreldrar barna á aldrinum 0-6 ára eru hvattir til að koma upplýsingum um þörf á þessari þjónustu til afgreiðslu stjórnsýsluhúss eða til framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs á netfangið erla@husavik.is. Foreldrar/forráðamenn þurfa að senda upplýsingar um sig, barnið og æskilega vistunarþörf. Upplýsingum þarf að skila fyrir 10. mars n.k.
Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs