Foreldrar/forráðamenn – virðum útivistartíma barna
30.10.2024
Tilkynningar
Sveitarfélaginu finnst tilefni til að minna á að samkvæmt 92.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 mega börn, 12 ára og yngri, ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum á tímabilinu 1.september til 1.maí. Þetta þýðir meðal annars að börn 12 ára og yngri verða að vera í fylgd fullorðinna í sundi eftir kl 20:00 yfir vetrartímann. Starfsfólk íþróttamannvirkja mun leiðbeina börnum sem eru án fylgdar forráðamanna á þessum tíma um þessar reglur og hvetjum við forráðamenn að framfylgja lögum í landinu.