Forstöðumaður frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar á Húsavík
06.07.2016
Tilkynningar
Forstöðumaður frístundaheimilis og félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík.
Norðurþing auglýsir lausa stöðu forstöðumanns frístunda- og félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Á Húsavík er stafrækt frístundarheimili fyrir 1-4 bekk sem er opið að skóla loknum alla virka daga. Einnig er félagsmiðstöð ungmenna að jafnaði tvö kvöld í viku. Starfshlutfall er að lágmarki 55%.
Í starfinu felst m.a. :
- Skráning og utanumhald
- Daglegur rekstur og skipulag á starfi félagsmiðstöðvar og frístundarheimilis
- Fagleg stjórnun á frístundarheimili og félagsmiðstöð
- Samskipti og samstarf við foreldra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla af starfi með börnum og ungmennum
- Áhugi á að vinna með börnum og unglingum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Færni í samskipum.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings kjartan@nordurthing.is eða í síma 464-6100