Forvarnardagur ungra ökumanna á Húsavík
Forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn á Húsavík 20. september síðastliðinn í samvinnu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra og Slökkviliðs Norðurþings. Þar komu saman nemendur Framhaldsskólans á Húsavík, nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla og nemendur á 1. ári í Framhaldsskólanum á Laugum.
Dagurinn heppnaðist vel og var nemendum skipt í fjóra hópa og hlustuðu þau á fyrirlestra frá Samgöngustofu, Lögreglu og TM tryggingum. Einnig kom veltibílinn á svæðið þar sem nemendur sem og kennarar fengu að prófa.
Þegar forvarnardagskrá var lokið var sviðsett umferðarslys þar sem þurfti að beita sérhæfðum björgunarbúnaði til að ná fastklemmdum einstaklingum út úr ökutækinu.
Við viljum þakka Norðurþingi, Norðlenska, Sparisjóðnum, Framsýn, Þingiðn og Nettó fyrir að koma að þessum viðburði og gera hann að veruleika, sem og auðvitað krökkunum sem voru til fyrirmyndar.
Lögreglan á Norðurlandi Eystra
Slökkvilið Norðurþings