Fara í efni

Frá fundi byggðarráðs þann 15. maí.......

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær var bókuð eftirfarandi áskorun til Alþingis Íslands: "Byggðarráð Norðurþings harmar það að leyfa eigi frjálsan innflutning á ferskum kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum til landsins. Sú aðgerð mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf í landinu og mun koma harðast niður dreifbýlinu og þó sérstaklega bændum. Mikil kostnaðaraukning hefur átt sér stað í kjötframleiðslu t.d. á áburði,eldsneyti,plasti og korni, svo fá dæmi séu nefnd, og svo ef sala dregst saman á Íslensku kjöti vegna innflutnings erlends fersks kjöts þá mun það verða eitt áfallið enn. Þessi óhefti innflutningur á hráu kjöti kemur því á mjög slæmum tíma fyrir Íslenska kjötframleiðendur. Byggðarráð Norðurþings skorar því á Alþingi Íslands og þingmenn að beita sér fyrir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað eða frumvarpið hreinlega fellt niður.

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær var bókuð eftirfarandi áskorun til Alþingis Íslands:

"Byggðarráð Norðurþings harmar það að leyfa eigi frjálsan innflutning á ferskum kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum til landsins. Sú aðgerð mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf í landinu og mun koma harðast niður dreifbýlinu og þó sérstaklega bændum. Mikil kostnaðaraukning hefur átt sér stað í kjötframleiðslu t.d. á áburði,eldsneyti,plasti og korni, svo fá dæmi séu nefnd, og svo ef sala dregst saman á Íslensku kjöti vegna innflutnings erlends fersks kjöts þá mun það verða eitt áfallið enn. Þessi óhefti innflutningur á hráu kjöti kemur því á mjög slæmum tíma fyrir Íslenska kjötframleiðendur.

Byggðarráð Norðurþings skorar því á Alþingi Íslands og þingmenn að beita sér fyrir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað eða frumvarpið hreinlega fellt niður.