Fara í efni

Frá fundi Sveitarstjórnar í gær, 20. maí

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær, flutti meirihlutinn í sveitarstjórn Norðurþings eftirfarandi tillögu að samfélagslegum umbótum í sveitarfélaginu, tillagan var samþykkt samhljóða. Tillögur til sveitarstjórnar Norðurþings. a. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að að vistunargjöld leikskólans Grænuvalla á Húsavík og Krílakots í Öxarfirði lækki um 25% frá og með 1.8.2008 og vistunargjöld leikskólans á Raufarhöfn verði lækkuð þannig að öll vistunargjöld leikskólanna verði þau sömu í sveitarfélaginu. Einnig leggur meirihlutinn til að systkynaafsláttur á leikskólunum breytist með eftirfarandi hætti.

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær, flutti meirihlutinn í sveitarstjórn Norðurþings eftirfarandi tillögu að samfélagslegum umbótum í sveitarfélaginu, tillagan var samþykkt samhljóða.

Tillögur til sveitarstjórnar Norðurþings.

a. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að að vistunargjöld leikskólans Grænuvalla á Húsavík og Krílakots í Öxarfirði lækki um 25% frá og með 1.8.2008 og vistunargjöld leikskólans á Raufarhöfn verði lækkuð þannig að öll vistunargjöld leikskólanna verði þau sömu í sveitarfélaginu.
Einnig leggur meirihlutinn til að systkynaafsláttur á leikskólunum breytist með eftirfarandi hætti.

 Afsláttur með 2.barni fari úr 25% í 50% og afsláttur með 3.barni fari úr 50% í 75%
Þessi breyting á systkynaafslætti hefur einnig áhrif á reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsi og gilda sömu reglur og í leikskólunum.

Greinagerð:
Nú þegar tvö ár eru liðin síðan sveitarfélagið Norðurþing varð til og mesta vinnan vegna sameiningar að baki er mikilvægt að huga að betur að öðrum samfélagsmálum af auknum þunga. Sveitarstjórn hefur ekki gert neinar breytingar á leikskólagjöldum á Húsavík og á Kópaskeri frá sameiningu sveitarfélaganna. Leikskólagjöld á Raufarhöfn hafa tekið breytingum til samræmingar á gjöldunum á Húsavík og Kópaskeri.
Rekstrarárið 2007 varð verulegur rekstrarafgangur af rekstri sveitarfélagsins og ákveður því meirihluti sveitarstjórnar að lækka þessi gjöld á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Það er hverju sveitarfélagi mikilvægt að standa vel í öllum samanburði við önnur sveitarfélögin, bæði hvað varðar þjónustustig og verðlag.


b. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að sveitarfélagið endurgreiði æfingargjöld hjá iðkendum í íþrótta- og ungmannafélögum í sveitarfélaginu að 10.000 krónum á hvern iðkanda á ári. Þessi ákvörðin gildir frá 1. janúar 2008

Greinagerð:
Meirihluti sveitarstjórnar vill leggja sitt af mörkum til að öll börn og unglingar í sveitarfélaginu á aldrinum 0 til 18 ára hafi góða möguleika á að stunda íþrótta- og félagslíf. Öflugasta forvörnin gegn notkun áfengis, tóbaks og fíkniefna er allmenn ástundun íþrótta- og félaglífs. Sveitarstjórn og íþrótta- og ungmannafélögin munu í sameiningu útfæra framkvæmd tillögunnar.


Gunnlaugur Stefánsson
Friðrik Sigurðsson
Jón Grímsson
Erna Björnsdóttir
Aðalsteinn J. Halldórsson
Rúnar Þórarinnsson