Frá Safe - Travel: Veðurspá og færð á vegum
Góðan daginn,
See English below!
Við biðjumst velvirðingar á því ef þessi póstur berst oftar en einu sinni en þetta er unnið eftir lista frá Ferðamálastofu þar sem aðilar í ferðaþjónustu eru flokkaðir bæði útfrá starfsemi sem og landshluta. Því kemur fyrir að sum fyrirtæki eru skráð í fleiri en einn flokk.
Hér koma áhorfur næstu daga – veðurspá og færð á vegum má taka með fyrirvara því eins og við vitum breytist þetta oft mjög ört. Mikilvægt er því að fylgjast með vefsíðu veðurstofunnar sem og vefsíðu vegagerðarinnar daglega.
Aðstæður á vegum:
Mikilvægt er að fylgjast með þróun aðstæðna á vegum landsins á www.vegagerdin.is. Stormur er á öllu landinu og aðstæður á vegum eftir því. Lítið skyggni og mjög hvasst víðast hvar á landinu! Skafrenningur eykst smám saman á heiðum landsins m.a. á Hellisheiði og Holtavörðuheiði þar sem SV-átt hefur oft mikil áhrif. Sama á við um Mosfellsheiðina og Lyngdalsheiðina á Gullna hringnum. Lítið skyggni á öllum fjallvegum (heiðum)!
Hálendisvegir eru ófærir um land allt og verða það fram á vor og jafnvel fram á mitt sumar. Aðeins er hægt að fara inn á hálendi á breyttum bílum en ferðamenn halda oft að 4x4 þýði að þeir geti farið allt. Nauðsynlegt er að koma því til skila til ferðamannsins að svo sé ekki og að tjónið geti skipt hundruðum þúsunda ef eitthvað kemur upp á.
Veðurhorfur næstu daga:
Leiðindaveður verður allan daginn í dag. Stormur um landið suðvestan-vestan-norðvestan með hvassviðri og dimmum éljum. Nær frá Mýrdal og norður í Skagafjörð. Lægir suðvestan til síðdegis en ekki fyrr en seint í kvöld á Vesturlandi, Vestfjörðum og norðanlands.
Lægðin í dag rennur í raun saman við þá næstu en önnur lægð heilsar upp á á morgun, fimmtudag. Hríðarveður um tíma vestanlands og á Vestfjörðum í fyrramálið. Ekki víst hvenær það tekur enda en verður líklega ekki fyrr en seint um kvöldið. Sunnalands veður ákveðinn éljagangur frá Mýrdal og austur í Öræfi. Á meðan að þessu stendur verður mjög hvasst norðaustan og austalands en úkomulaust og að mestu laus við skafrenning.
Aðstæður á algengum ferðamannastöðum:
Aðeins er aðgengilegt á breyttum bílum um hálendið, enda vegir lokaðir, þ.á.m. í Landmannalaugar, Þórsmörk, Kverkfjöll, Snæfell og Kerlingafjöll. Ekki eru allir vegir lokaðir með slám og því er mikilvægt að brýna fyrir ferðamönnum að þarna sé umferð venjulegra bíla með öllu óheimil! Oft heldur fólk að 4x4 séu í lagi en svo er auðvitað ekki.
Við Gullfoss hefur verið að snjóa, frysta og hlána til skiptis. Þar er því einhver hálka og stígar sleipir og blautir. Mælt er með broddanotkun en það er ekki brýn nauðsyn. Mjög hvasst er á staðnum en allir vegir þó auðir.
Aðstæður við Dettifoss og Selfoss eru erfiðar. Snjórinn er djúpur og blautur og hefur enn ekki troðist vel. Sums staðar hafa troðist mjóar slóðir en almennt þarf fólk að reikna með að sökkva öðru hverju upp að hné a.m.k. og renna til í hálum troðningum. Þegar frystir verður mögulega auðveldara að ganga ofan á snjónum en þá verður aftur á móti mikið hálara.
Stikað er norður að útsýnispallinum, svo og suður að Selfossi, en aðstæður eru alls staðar erfiðar. Á brúninni við Dettifoss er krapi og snjór en um leið og frystir verður flughált og því verður að fara mjög varlega og helst vera á mannbroddum!
Vegur 862 norður að Dettifossi var ruddur á þriðjudagsmorgun og var orðinn að mestu auður seinni partinn í gær. Þó voru lúmskir hálkublettir inn á milli.
Tvö þurrsalerni eru opin.
Reynisfjara er varhugaverð um þessar mundir! Mikið hvassviðri er við suðurströndina sem margeflir öldurnar. Einnig er mikið sandfok í fjörunni svo það er ekkert vit í því að fara niður í fjöru. Muna þarf að Reynisfjara er hættulegur staður vegna óútreiknanleika aldanna, ekki stærð, svo alltaf ber að upplýsa ferðamanninn um þá hættu sem þar er að finna – hvort sem í stormi eða logni!
Aðstæður á gönguleiðum:
Skaftafell: Aðstæður breytilegar frá degi til dags. Snjórinn og hálkan á vegum í kring náði að nýða en nú er farið að snjóa aftur. Má búast við hálkublettum. Allar gönguleiðir á svæðinu eru í rauninni opnar. Skaftafellsheiðin og Kristínartindar eru þó erfiðari og þarf viðeigandi búnað til þess að fara þangað upp – broddar, ísexi etc. ásamt góðri reynslu af fjallamennsku. Einnig ber að hafa í huga að þessar gönguleiðir eru yfirleitt, í góðu færi, 5-8 klst langar og því mikilvægt að brýna fyrir göngufólki að um þessar mundir er aðeins birta í um 4 ½ tíma – höfuðljós því mikilvæg!
Vinsælasta gönguleiðin á svæðinu, upp að Svartafossi, er hál undir snjónum er stöðugt að bætast í snjóinn – við mælum með að fólk sé með brodda með sér en það er þó ekki nauðsyn. Gönguleið upp að Skaftafellsjökli (3,7 km hringur) er einnig háll og snjóþekja er yfir. Sökum þess hversu flöt hún er er auðvelt að gleyma sér og fara of hratt yfir og renna á hálkublettunum sem finna má undir snjónum.
Tjaldsvæðið er opið en ekki er nein þjónusta í boði á tjaldsvæðinu sjálfu. Klósett og tvær sturtur er að finna við Skaftafellsstofu sem gestir geta nýtt sér.
Laugavegur og Fimmvörðuháls: Báðar gönguleiðir eru í raun lokaðar og mælum við 101% gegn því að ferðamenn fari þær. Rútur ganga hvorki í Landmannalaugar né í Þórsmörk á þessum árstíma. Upphafi gönguleiðar á Fimmvörðuháls ofan við Skógafoss hefur verið lokað tímabundið sökum aurbleytu og drullu á svæðinu.
Reykjadalur: Gönguleiðin er hál en getur verið talsvert drullug þegar tekur að þiðna, því verður fólk að vera í góðum skóm. Þegar tekur að frysta getur myndast mikil ísing á svæðinu. Í þessum skrifuðu orðum er að snjóa en óvíst er hversu vel það mun halda sér. Broddar eru ekki nauðsynlegir, en þeir hjálpa töluvert. Einnig þarf að huga að ljósabúnaði í svartasta skammdeginu.
Glymur: fossinn sést betur frá suðurbrúninni en til þess þarf að komast yfir Botnsá. Viðardrumbur sem fólk getur fikrað sig yfir á sumrin er fjarlægður yfir veturinn svo nauðsynlegt er að vaða ána ef ganga á þessa leið. Gangan beggja megin við ána fer um lausar skriður sem geta verið varasamar, sérstaklega litið til þess að nú hefur rignt töluvert og þegar frystir myndast töluverð ísing. Gera má ráð fyrir að gangan sé um 3-4 tímar svo huga þarf að ljósabúnaði í svartasta skammdeginu.
Esjan: Ganga upp að Steini er í lagi. Við mælum þó með því að fólk taki með sér brodda til þess að tækla hálkuna sem myndast hefur á stígnum. Fólk má ekki vanmeta Esjuna sökum þess hversu aðgengileg hún er. Hér þarf samt alvöru gönguskó og fjallgöngubúnað að vetrarlagi. Við mælum með að fólk fari ekki upp á topp sökum ísingar. Í þessum stormi er alfarið mælt gegn því að ganga á Esjuna sökum skyggnisleysi!
Snjóflóðahætta: Töluverð (3/5)
Snjóflóðahætta á aðallega við í fjallendi – í þessu storma veðri er alfarið mælt gegn fjallamennsku á þessum slóðum (Norðanverðir Vestfirðir, utanverður Tröllaskagi og Austfirðir)! Snjóflóðahættumat má sjá á www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa.
Best regards / Með bestu kveðjum
Safetravel teymið
ENGLISH:
Here we have the forecast for the next few days. Both road conditions and the weather forecast should be checked multiple times a day for the forecast given is not a 100% reliable such a long time in advance – check out: www.road.is + en.vedur.is
Road conditions:
It‘s important to follow the changes in on road.is but as of now there is a storm in the entire country and conditions on the roads therefore quite bad over all. Limited to no visibility and very strong winds with stronger wind gusts all over – especially when driving by mountains! On the mountain roads, such as Hellisheiði and Holtavörðuheiði there will be blowing snow which limits the visibility greatly! Same goes with Mosfellsheiði and Lyngdalsheiði on the Golden Circle. Little to no visibility on the mountain passes (heaths)!
The highland roads are all impassable as usual and will stay that way until late spring or early summer! Those travelers that wish to visit the highlands must do so with a scheduled tour in a modified vehicle. We‘ve had a few incidences where visitors think that having a 4x4 vehicle is enough to do this – that‘s of course not the case! The damages can cost thousands of dollars so it‘s important to inform out guests of this!
Weather for the next few days:
Bad travel weather and conditions all day today. The storm won’t blow over until late tonight unfortunately and will be worst in SW-West-NW Iceland from Vík and north to Skagafjörður (Sauðárkrókur). The low pressure area will more or less unite with the one arriving tomorrow, Thursday. Snowstorm expected again tomorrow in the West and northwest Iceland but it’s not 100% when it will end exactly but most likely it will be late tomorrow night. In the south there will be heavy winds with snow showers from Vík to Öræfi while things will be a little better in the east and northeast – with very strong winds but no snow.
Popular tourist sites:
As mentioned earlier, our highlands are only accessible in a modified vehicle incl. popular sites such as Landmannalaugar, Þórsmörk, Kverkfjöll, Snæfell and Kerlingafjöll. Not all these roads will be closed with a clear closure over the road so it‘s important that our visitors are informed of this before heading out. Some traveler think that a 4x4 is good enough to handle the wintery highlands but that of course is not the case.
Area around Gullfoss is now icy but clear of snow. It will snow there today though so the ice will be partially covered in snow which can be dangerous and slippery. Crampons recommended but not necessary – they will be good for those that are not 100% stable on their feet.
Dettifoss: Conditions by Dettifoss and Selfoss are difficult. The snow there is deep and wet and has not been treaded. People have to expect to sink knee-deep in some places and have to prepare for some slippery trails! Will possibly be easier once temperatures drop and people will then walk on top of the snow – that will result in some icier trails though. The trail is marked north towards the view-point and south to Selfoss but conditions are very sketchy. On the edge by Dettifoss there is slush and snow and as soon as it freezes things will be super slippery and dangerous. We therefore recommend crampons!
Road 862 north of Dettifoss was cleared yesterday and is was clear last night. There is now snow in the forecast so we are expecting it to stay clear for now.
Two dry toilets are open.
Reynisfjara is always dangerous, in all kinds of weather, due to the unpredictability of the waves. It‘s not that the waves are big, it‘s the fact that they are sneaky. Every 7th, 10th or 12th wave goes a lot further up the beach than the rest and this can catch visitors by surprise that are too close to the water. The sand is very fine and the sheer pulling factor of the wave makes it easy for it to pull visitors out to sea. If you know that your guests are going there by themselves – make sure they are informed of this.
Right now there is a storm of the south shore so the waves will be more brutal. Sand is blowing on the beach so the conditions there are not favorable.
Popular hiking trails:
Esjan: Trail is in good condition per se but icy in some spots – crampons recommended. We don‘t recommend going to the top – only to „The Rock“. Limited visibility and hiking not recommended in the weather we have over the next few days.
Skaftafell: All the hiking trails in the area are opened per se. Longer trails such as Skaftafellsheiði and Kristínartindar are more challenging and require proper experience and mountain equipment such as crampons, ice axe etc. Also keep in mind that these trails take about 5-8 hours in good summer conditions and around this time of year we get 4 ½ hours of daylight. Headlights are therefore important.
The most popular trail in the area, Svartifoss, is slippery with some ice and snow on top so we do recommend crampons but it‘s not necessary. Trail up to Skaftafellsjökull glacier (3,7 km round trip) has spots of ice here in there and a layer of snow on top. The campsite is opened but is not serviced. The only service in the area are bathrooms and two showers by the Information Center Skaftafellsstofa. People can pay for the campsites inside there and will be charged half price. J
Laugavegur and Fimmvörðuháls: Both these trails are closed for normal traffic. There are no scheduled busses running to or from Landmannalaugar and Þórsmörk. The start of the Fimmvörðuháls hike above Skógafoss has been closed for now due to bad conditions and in attempt to restore and protect vegetation in the area.
Reykjadalur: The trail up to the river is covered in icy and muddy depending on the day and temperature. It is marked with trail markers. It can be very slippery so it‘s important that visitors wear proper hiking boots. It‘s a hike that might be easily accessible but during the winter it can be a lot more challenging than in ideal summery conditions.
Glymur waterfall: the ideal spot to see the waterfall is from the southern side of the canyon but to reach that you need to cross Botnsá. Usually, during the summer, there is a log people can cross on but during the winter it is removed due to danger and therefore it is necessary to cross the river on foot. The trail after that can be quite steep and slippery. It‘s always better to have crampons on this hike. The hike can take around 3-4 hours at this time so it‘s important to keep a headlight close by.
Avalanche danger: Considerable (level 3/5)
Considerable snow in the mountains in northern Westfjords, Tröllaskagi Peninsula and in the Eastfjords. We are not expecting big avalanches but minor ones have fallen. This is of course just something that mountaineer have to keep in mind as the avalanches will fall in the mountain areas (not on the roads). Further info can be found here: http://en.vedur.is/avalanches/forecast
Best regards / Með bestu kveðjum
Safetravel team