Frá Þekkingarsetri Þingeyinga
Málþing um þjóðgarð og samfélag |
Þekkingarsetrið stendur ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga fyrir málþingi um þjóðgarð og
samfélag í Skúlagarði, Kelduhverfi, miðvikudaginn 14. febrúar næstkomandi. |
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður og Gunnar Jóhannesson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga munu fara yfir stöðu þjóðgarðsins við Jökulsárgljúfur og þau verkefni sem tengjast eða tengst hafa með beinum eða óbeinum hætti þjóðgarðinum. Linda Margrét Sigurðardóttir viðskiptalögfræðingur (frá Presthólum í Öxarfirði) kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar frá því sl. sumar þar sem hún bar saman atvinnu og ferðaþjónustuuppbyggingu í þjóðgörðunum við Jökulsárgljúfur og Skaftafell. Að lokum mun svo Anna María Ragnarsdóttir, hótelstjóri Hótels Skaftafells, fræða Þingeyinga um uppbyggingu og rekstur hótels í námunda við þjóðgarð (þ.e. í Skaftafelli).
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Aðilum sem eru í rekstri ferðaþjónustu eða hafa áhuga þeim málum, eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Dagskrá málþingsins má nálgast á hac.is