Fara í efni

Frábærir skíðadagar í fjallinu

Óhætt er að segja að sú ákvörðun veðurguðana að gefa okkur snjó í Skálmel þennan veturinn hafi hitt í mark og hefur það verið ágætis tilbreyting að geta skellt sér á skíði í marga daga í röð. Aðsóknartölur í Skálamelin tala sínu máli en frá 2. febrúar til 22. febrúar mættu 1218 manns í Melinn og skemmtu sér á skíðum. 
Þann 14. febrúar var fjölskyldufjör í fjallinu í anda heilsueflandi samfélags og forvarna en samvera með fjölskyldu er hornsteinn í forvörnum og var margt um manninn í fjallinu og heppnaðist vel í alla staði og setti jákvæðan svip á bæjarbraginn!



Heilsueflandi samfélag - Norðurþing