Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings vekur athygli á verkefninu „Göngum í skólann“

Þann 10. september n.k. verður verkefninu Göngum í skólann hleypt af stokkunum í áttunda sinn. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðadegi Göngum í skólann miðvikudaginn 8. október.

Þetta er alþjóðlegt verkefni með það markmið að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu þess www.gongumiskolann.is og  heimasíðu alþjóðaverkefnisins www.iwalktoschool.org .

Fjallað var um verkefnið á fundi Fræðslu- og menningarnefndar þann 3. september, nefndin hvetur skóla sveitarfélagsins til virkrar þátttöku eftir því sem aðstæður leyfa.

Verkefnið er gullið tækifæri og hvatning til foreldra og nemenda að íhuga hvernig fara má til og frá skóla á virkan hátt og stuðla þannig að bættri heilsu og betra umhverfi. Í dreifbýlinu verður víða ekki hjá því komist að nýta skólabíla, en mögulega má ganga að og frá þjóðvegi.