Framboð til Sveitarstjórnar Norðurþings 2018
Framboð til Sveitarstjórnar Norðurþings
Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til 5. maí 2018, kl. 12:00 á hádegi.
Framboðum, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skal skila á Skrifstofu Norðurþings á Húsavík fyrir þann tíma eða til Yfirkjörstjórnar Norðurþings, sem tekur á móti framboðum á Skrifstofu Norðurþings (suður inngangur) laugardaginn 5. maí 2018 kl. 11:00-12:00.
Framboðslistar skulu skipaðir 9-18 fulltrúum og þeim skal fylgja listi 40-80 meðmælenda (frambjóðendur og meðmælendur þurfa að vera kjósendur í Norðurþingi og hver meðmælandi getur einugis mælt með einu framboði).
Um framkvæmd og framboð til sveitarstjórnarkosninga fer eftir Lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Allar nánari upplýsingar um framboð og kosningar til sveitarstjórna má nálgast á upplýsingavefnum www.kosningar.is.
Skrifstofa Norðurþings sími 464-6100 og Yfirkjörstjórn Norðurþings kjorstjorn@nordurthing.is veita allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna undirbúnings framboðslista og framkvæmd kosninganna í Norðurþingi.
Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður Óskarsson, formaður
Bergþóra Höskuldsdóttir
Hallgrímur Jónsson