Fara í efni

Framhald hafnarframkvæmda

Nú um helgina var auglýst eftir tilboðum í byggingu stálþilsbryggju við Bökugarð.  Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. ágúst n.k. en verkinu skal lokið eigi síðar en 31. des. n.k.

Nú um helgina var auglýst eftir tilboðum í byggingu stálþilsbryggju við Bökugarð.  Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. ágúst n.k. en verkinu skal lokið eigi síðar en 31. des. n.k.


Nú um helgina var auglýst eftir tilboðum í byggingu stálþilsbryggju við Bökugarð. Um er að ræða að reka niður 130 metra langan stálþilskant, koma fyrir festingum og steypa 190 metra kant með pollum stigum og þybbum. Fylla skal að kantinum og er áætlað magn fyllingar um 36.000 m2. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. ágúst n.k. en verkinu skal lokið eigi síðar en 31. des. n.k.
Þegar þessum áfanga verður lokið er einungis eftir að ganga frá yfirborði svæðisins með steypti þekju ásamt lögnum og lýsingu en þær framkvæmdir eru á áætlun næsta árs.