Fara í efni

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Iðavelli

Nú eru að hefjast framkvæmdir við leikskólann Bestabæ. Byggð verður viðbygging til vesturs og eldra húsnæði gert upp. Það er Trésmiðjan Rein sem sér um framkvæmdir fyrir Eignarhaldsfélagið fasteign ehf. Gert er ráð fyrir að nýr 6 deilda leikskóli verði fullbúinn haustið 2007.

Nú eru að hefjast framkvæmdir við leikskólann Bestabæ. Byggð verður viðbygging til vesturs og eldra húsnæði gert upp. Það er Trésmiðjan Rein sem sér um framkvæmdir fyrir Eignarhaldsfélagið fasteign ehf. Gert er ráð fyrir að nýr 6 deilda leikskóli verði fullbúinn haustið 2007.


Gert er ráð fyrir að setja upp girðingu ca. 2m háa fyrir framan útidyr á Bangsa og Tungu og verði hlið til endans Bangsa megin sem gengið verði um. Útileiksvæði nemenda verður norðan við skólann, þar verður sett upp hlið Tungu megin fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra til að ganga um. Vonast er eftir því að allir þeir aðilar sem hlut eiga að máli eigi jákvæða og góða samvinnu á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Mikil áhersla verður á að tryggja öryggi barnanna og starfsfólk leikskólans mun nýta þetta tímabil til að fræða nemendur í sambandi við byggingar og framkvæmdir.

 Hér má sjá bréf leikskólastjóra Bestabæjar til foreldra.