Fara í efni

Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003-2007

Á fundi bæjarráðs þann 14.maí s.l. var samþykkt Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007. Um er að ræða fyrri hluta í vinnu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins en stefnumótunin var m.a. unnin af sameiginlegum hópi starfsmanna og bæjarfulltrúa fyrr á þessu ári.

Á fundi bæjarráðs þann 14.maí s.l. var samþykkt Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007.
Um er að ræða fyrri hluta í vinnu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins en stefnumótunin var m.a. unnin af sameiginlegum hópi starfsmanna og bæjarfulltrúa fyrr á þessu ári.

Á fundi bæjarráðs þann 14.maí s.l. var samþykkt Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007.
Um er að ræða fyrri hluta í vinnu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins en stefnumótunin var m.a. unnin af sameiginlegum hópi starfsmanna og bæjarfulltrúa fyrr á þessu ári.

Greiningarvinna vegna stefnumótunar þessarar er unnin af starfsmönnum og bæjarfulltrúum Húsavíkurbæjar. Hún byggir á greiningu á starfseminni sem fram fór í janúar 2003 og meginniðurstöðum stefnumótunarfundar sem fram fór í byrjun febrúar sama ár. Meginatriði stefnunnar voru mótuð á grundvelli vinnu starfsmanna og bæjarfulltrúa og voru þau síðan útfærð af ráðgjöfum IBM í samvinnu við stjórnendur Húsavíkurbæjar.

Í eftirfarandi greinargerð er að finna skilgreiningu á hlutverki sveitarfélagsins, framtíðarsýn þess á sviði stjórnsýslu, áherslur þess gagnvart hagsmunaaðilum og helstu stefnumarkandi áherslur.

Stefna Húsavíkurbæjar er safn ákvarðana sem hafa langtímaáhrif á framkvæmd verkefna sveitarfélagsins og stuðla að bættri nýtingu þeirra fjármuna og þess mannafla sem ráðstafað er til verkefna þess.

Mikilvægt er að þær leiðir og aðgerðir sem nauðsynlegar eru til breytinga verði skilgreindar, þeim hrint í framkvæmd og árangur mældur.

Til að skoða Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007 í heild sinni, þá er hana að finna sem pdf skjal undir flipanum "Stjórnkerfið" á forsíðunni, og þá smellt á "um stjórnkerfið"