Fara í efni

FRÉTTATILKYNNING

Völsungur áfram með rekstur íþróttavallanna á Húsavík.

Í gær, 9. febrúar 2015 skrifuðu forsvarsmenn Sveitarfélagsins Norðurþings, Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri og Erna Björnsdóttir formaður Tómstunda- og æskulýðsnefndar og forsvarsmenn Íþróttafélagsins Völsungs, Guðrún Kristinsdóttur formaður Í.F. Völsungs og Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs undir rekstrar- og samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík.

Samningurinn felur m.a. í sér að íþróttafélagið heldur áfram með rekstur íþróttavallanna á Húsavík, rekur sumaríþróttaskóla fyrir börn á félagssvæði Völsungs og fær fjármagns- og rekstrarstyrk vegna yfirstjórnar  og skrifstofuhalds félagsins.

Markmiðið með samningnum er m.a. að skapa Í.F. Völsungi aðstæður í samræmi við íþróttanámskrá félagsins hvað varðar þjálfun barna, unglinga, afreksfólks og þjónusta almenningsíþróttir og efla félagsstarf.

 

Sveitarfélagið Norðurþing og Íþróttafélagið Völsungur