Fara í efni

Fréttatilkynning

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Húsavíkurbæjar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um samstarf söguverkefna í bæjarfélögunum. Annars vegar er um að ræða Garðarshólma á Húsavík og hins vegar Víkingaheim í Reykjanesbæ. Um er að ræða gerð margmiðlunarefnis sem unnið verður fyrir hinar væntanlegu sýningar og gagnkvæmar kynningar í sýningarhúsunum. 

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Húsavíkurbæjar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um samstarf söguverkefna í bæjarfélögunum. Annars vegar er um að ræða Garðarshólma á Húsavík og hins vegar Víkingaheim í Reykjanesbæ. Um er að ræða gerð margmiðlunarefnis sem unnið verður fyrir hinar væntanlegu sýningar og gagnkvæmar kynningar í sýningarhúsunum. 

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Húsavíkurbæjar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um samstarf söguverkefna í bæjarfélögunum. Annars vegar er um að ræða Garðarshólma á Húsavík og hins vegar Víkingaheim í Reykjanesbæ. Um er að ræða gerð margmiðlunarefnis sem unnið verður fyrir hinar væntanlegu sýningar og gagnkvæmar kynningar í sýningarhúsunum. 

Undanfarin ár hafa verið undirbúin metnaðarfull verkefni, hvort í sínu bæjarfélagi sem m.a. fjalla um þá miklu siglingarkunnáttu sem lá til grundvallar útrás norrænna manna til Færeyja, Íslands, Grænlands og að lokum til Vínlands. 

Á Húsavík ber verkefnið heitið Garðarshólmi en í Reykjanesbæ Víkingaheimur. Í viðræðum aðstandanda hinna væntanlegu sýninga hefur komið fram að margt mælir með samstarfi um ákveðna þætti sýninganna. 

Sýningin á Reykjanesi hefur að þungamiðju varðveislu Íslendings, í miðju sýningar frá Smithsonian safninu í Bandaríkjunum, Vikings the North Atlantic Saga. Um er að ræða heildarkynningu á sögu víkinga Norður-Atlantshafsins. Þar verður jafnframt boðin söguslóðakynning þar sem áhugaverðir sögustaðir á landinu fá fyrstu kynningu við “hliðið inn í landið”.

 Á Húsavík er í undirbúningi að koma á fót fræðasetri sem tileinkað er sænska landkönnuðinum Garðari Svavarssyni og samferðamanni hans, Náttfara, sem sigldu til Íslands árið 870. Þar verður fjallað um samspil vistfræði og menningar á landnámsöld og siglingaafrek þeirra manna sem fyrstir námu hér land. 

Það er markmið samstarfsins að stuðla að hagkvæmri úrvinnslu kynningarefnis, sérstaklega margmiðlunarefnis sem getur um margt verið svipað að grunnefni. Það er mat samstarfsaðila að samvinna muni stuðla að metnaðarfyllra sýningarhaldi og betri markaðssetningu á sögulandinu.

Reinhard Reynisson                                Árni Sigfússon