Fara í efni

Fréttatilkynning

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 Jákvæð rekstrarafkoma og lækkun skulda Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 var lagður fram til kynningar í sveitarstjórn 21. apríl 2008. Seinni umræða sveitarstjórnar fór fram 20. maí og var ársreikningurinn samþykktur samhljóða. Sameining Raufarhafnar-, Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps svo og Húsavíkurbæjar tók gildi 11. júní 2006 og fékk sveitarfélagið nafnið Norðurþing. Árið 2007 var því fyrsta heila rekstrarár Norðurþings. Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok 2007 var 2970. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings var jákvæð um 89,4 mkr. Rekstrartekjur voru 2.371,4mkr. og rekstrargjöld 1.991,6 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 61,9 mkr.

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007

Jákvæð rekstrarafkoma og lækkun skulda

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 var lagður fram til kynningar í sveitarstjórn 21. apríl 2008. Seinni umræða sveitarstjórnar fór fram 20. maí og var ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

Sameining Raufarhafnar-, Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps svo og Húsavíkurbæjar tók gildi 11. júní 2006 og fékk sveitarfélagið nafnið Norðurþing. Árið 2007 var því fyrsta heila rekstrarár Norðurþings. Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok 2007 var 2970. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings var jákvæð um 89,4 mkr. Rekstrartekjur voru 2.371,4mkr. og rekstrargjöld 1.991,6 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 61,9 mkr.

Veltufé frá rekstri var 287,8 mkr. eða 12,1% af tekjum og handbært fé frá rekstri var 254,2 mkr. Peningalegar eignir í árslok voru 1.226,6 mkr. og skuldir og skuldbindingar samtals 4.183,9 mkr. en þar af voru lífeyrisskuldbindingar 950,5 mkr. Skuldir umfram peningalegar eignir voru því 2.957,3 mkr. samanborið við 3.418,9 mkr. í árslok 2006. Eigið fé í árslok var 1.599,0 mkr. og eiginfjárhlutfallið 27,6% samanborið við 1.307,9 mkr. og 22,8% í árslok 2006.

Gert er ráð fyrir að reksturinn verði með svipuðu sniði á árinu 2008.

Sjá fréttatilkynningu í heild sinni

Ársreikningur Norðurþings 2007