Fréttatilkynning frá Alcoa Corporation, 1. mars 2006
Bandaríska fyrirtækið Alcoa Corp. og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010.
Bandaríska fyrirtækið Alcoa Corp. og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010.
Ráðgjafanefnd um staðarval var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna þriggja sem valið stóð um, Invest in Iceland-skrifstofunnar og Alcoa. Nefndin leitaði álits færustu sérfræðinga og lagði jafnframt til grundvallar endanlegu staðarvali mat á efnahags-, samfélags- og umhverfisþáttum.Við ákvörðunina var horft til jarðfræði og vistfræði umræddra svæða, landfræðilegra aðstæðna, hugsanlegra fornleifa, veðurfars, siglingarleiða og hafnaraðstæðna svo og orkuframleiðslu, orkuflutnings og almennra samgangna. Ennfremur var lagt mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif, svo sem íbúasamsetningu viðkomandi sveitarfélaga, vinnumarkað og áhuga íbúa á hugsanlegum framkvæmdum.
Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni.