Fara í efni

Fréttatilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur.

Orkufyrirtækið Global Geothermal tekur að sér  enduruppbyggingu Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur    Samvinna án fjárhagslegrar áhættu fyrir Orkuveituna    Samkomulag hefur náðst milli Orkuveitu Húsavíkur ehf. (OH) og breska orkufyrirtækisins Global Geothermal um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Hrísmóum við Húsavík, án nokkurrar fjárhagslegrar áhættu fyrir OH. Orkustöðin var sú fyrsta í heiminum til að framleiða rafmagn úr jarðvarma með svokallaðri Kalinatækni, sem Global Geothermal hefur einkaleyfi fyrir.   

Orkufyrirtækið Global Geothermal tekur að sér 

enduruppbyggingu Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur 

 

Samvinna án fjárhagslegrar áhættu fyrir Orkuveituna 

 

Samkomulag hefur náðst milli Orkuveitu Húsavíkur ehf. (OH) og breska orkufyrirtækisins Global Geothermal um samvinnu vegna viðgerðar og

enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Hrísmóum við Húsavík, án nokkurrar

fjárhagslegrar áhættu fyrir OH. Orkustöðin var sú fyrsta í heiminum til að framleiða rafmagn úr jarðvarma með svokallaðri Kalinatækni, sem Global Geothermal hefur einkaleyfi fyrir. 

 

Þrálátar bilanir hafa gert rekstur Orkustöðvarinnar erfiðan frá því að stöðin var tekin í notkun árið 2000. Engin orkuframleiðsla hefur verið í stöðinni frá því bilun varð í janúar 2008. Orkufyrirtækinu Global Geothermal er kappsmál að raforkuframleiðsla hefjist að nýju í Orkustöðinni og hefur falið dótturfyrirtæki sínu, Recurrent Engineering, að yfirfara vélbúnað stöðvarinnar, sinna viðgerðum og koma Orkustöðinni í fulla vinnslu á ný.

  

Tæknimenn Recurrent Engineering munu verja allt að 120 dögum í að yfirfara og bilanagreina búnað Orkustöðvarinnar. Sú vinna verður að fullu greidd af Global Geothermal sem mun yfirtaka stöðina meðan viðgerð fer fram að greiningu lokinni. Allur viðgerðarkostnaður mun því falla á Global Geothermal. OH mun leysa stöðina til sín aftur þegar sýnt hefur verið fram á rekstrarhæfni hennar.

 

Samkomulagið við Global Geothermal er forsenda fyrir enduruppbyggingu Orkustöðvar Húsavíkur. Það er trú þeirra að unnt sé að koma stöðinni í fullan rekstur og það verður mikill áfangi fyrir OH þegar það gengur eftir,  segir Guðrún Erla Jónsdóttir,

framkvæmdastjóri OH. 

 

Með Kalínatækni er raforka framleidd með varma frá lághitasvæði. Með henni framleiðir Orkustöðin rafmagn úr vatni sem er 121°C, áður en vatnið er nýtt fyrir hitaveitu bæjarins. 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri OH, sími: 464 0905.