Fara í efni

Fréttatilkynning frá Skipulagsstofnun

Álver Alcoa á Bakka við Húsavík, Kröflvirkjun II, Þeistareykjavirkjun og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Frummatsskýrslur framangreindra framkvæmda eru til umfjöllunar, auk frummatsskýrslu um mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra.

Álver Alcoa á Bakka við Húsavík, Kröflvirkjun II, Þeistareykjavirkjun og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Frummatsskýrslur framangreindra framkvæmda eru til umfjöllunar, auk frummatsskýrslu um mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra.

Þann 26. apríl 2010 bárust Skipulagsstofnun eftirfarandi frummatsskýrslur:

*  Frá Landsvirkjun um mat á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjunar II, allt að 150 MWe jarðhitavirkjun í Skútustaðahreppi.

*  Frá Þeistareykjum ehf. um mat á umhverfisáhrifum Þeistareykjavirkjunar, allt að 200 MWe jarðhitavirkjun, Þingeyjarsveit og Norðurþingi.

*  Frá Landsneti mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík og jarðstrengs frá Bjarnarflagi að Kröflu í Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi.

*  Frá Alcoa um mat á umhverfisáhrifum álvers Alcoa á Bakka við Húsavík með ársframleiðslu allt að 346.000 tonn í Norðuþingi.

*  Frá ofangreindum framkvæmdaraðilum mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum umræddra fjögurra framkvæmda.

Tillögur að framkvæmdunum og skýrslur um mat á umhverfisáhrifum liggja frammi til kynningar frá 30. apríl til 14. júní 2010 á eftirtöldum stöðum:

Á skrifstofum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á  Húsavík og bókasafni Húsavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. 

Einnig er hægt að nálgast frummatsskýrslurnar og viðauka á heimasíðum Landsnets: http://www.landsnet.is/, Landsvirkjunar: http://www.lv.is/, Þeistareykja ehf.: http://www.theistareykir.is, Alcoa: http://www.alcoa.is/, Mannvits: http://www.mannvit.is/, HRV: http://www.hrv.is/ og heimasíðu Skipulagsstofnunar http://www.skipulag.is.

Opið hús, þar sem framkvæmdaraðilar munu kynna frummatsskýrslurnar, verður á eftirtöldum stöðum:

Í Ýdölum, Aðaldal, mánudaginn 3. maí frá kl. 15 til 18

Á Fosshótel Húsavík mánudaginn 3. maí frá kl. 20 til 23

Í Reykjahlíðarskóla, Mývatnssveit, þriðjudaginn 4. maí frá kl. 16 til 19

Á hótel Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 10. maí 2010 frá kl. 15 - 19

Allir geta kynnt sér skýrslurnar og lagt fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. júní 2010 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna eftirtalinna aðila: Sveitarstjórna Norðurþings, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar,  Brunamálastofnunar, Byggðastofnunar, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Fornleifaverndar ríkisins, Hafrannsóknastofnunarinnar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Orkustofnunar, Siglingastofnunar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Vinnueftirlits ríkisins.

 

                                                                                      Skipulagsstofnun