Fréttir ráða
31.03.2021
Tilkynningar
Síðan í byrjun mars hefur Norðurþing birt fylgiskjöl með fundargerðum fasta nefnda sveitarfélagsins sem birtast á vef Norðurþings en verklagsreglur þess efnis voru samþykktar á 385. fundi byggðarráðs og staðfestar í sveitarstjórn þann 17. Febrúar 2017.
Fjölskylduráð Norðurþings hélt 86. fund sinn mánudaginn 22. mars og voru 14 mál á dagskrá.
Félagsstarf eldri borgara í sveitarfélaginu var mikið til umræðu. Samþykkt var beiðni Samband íslenskra framhaldsskólanema um að fá afnot að íþróttahöllinni til þess að halda söngkeppni framhaldsskólanema í nk. apríl. Keppnin verðu í beinni útsendingu á RÚV.
Fjallað var um samninga Norðurþings við Hestamannafélagið Grana sem og við Golfklúbb Húsavíkur.
92. fundur Skipulags- og framkvæmdaráðs var haldinn þriðjudag 23. mars og voru 12 mál á dagskrá.
Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar og ræddu fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar í Norðurþingi.
Nokkur deiliskipulög voru til umfjöllunar en hvert þeirra er á sínum stað í skipulagsferlinu.
357. fundur byggðarráðs var haldinn fimmtudaginn 25. mars voru 31 mál á dagskrá.
Fjallað var t.a.m. um slökkviliðsbíl, Ríkiskaupasamning, Óskarstilnefningu og tillögu um breytingu á nafni sveitarfélagsins.
Í Dymbilvikunni voru haldnir tveir ráðsfundir.
Fjölskylduráð hélt sinn 87. fund á mánudaginn í fjarfundabúnaði. Þar voru fræðslumálin í brennidepli og þá helst að gengið verður frá ráðningu Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem skólastjóra Borgarhólsskóla vegna afleysingar. HrUnd Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin tímabundið fyrir næsta skólaár sem skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð hélt sinn 93. fund þriðjudaginn 30. mars.