Fara í efni

Frístundarheimilið Tún - opið fyrir skráningar

Auglýst er eftir skráningum í frístundarheimilið Tún fyrir börn í 1-4 bekk. Í vetur  verður frístund opin alla virka daga frá því að kennslu líkur eftir hádegi og til kl.16.00
Skráning fer fram með því að fylla út rafrænt eyðublað sem nálgast má hér.

Fyrsti opnunardagur verður mánudagurinn 15.ágúst.

Áður en skóli hefst er tímagjald og þarf að skrá niður vistun eina viku í senn. Opið er frá 12.00-16.00
Tímagjald er kr: 320,- fyrir hvern skráðan tíma. Skrá þarf vistun fyrir alla vikuna í einu.

 

Frístundaheimilið Tún er opið börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk) og þar er boðið upp á skemmtilegt og skapandi frístundastarf eftir að skóla lýkur til 16.00. Vistunarpláss eru 30 talsins. 

Gjald fyrir aðgang að frístundaheimilinu er
- kr. 20.000 á mánuði.   Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing. 
Einnig er boðið upp á hálfa nýtingu á frístundaheimili  og er gjaldið þá kr.  11.500. 
Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja.

Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á tun@nordurthing.is 

Forstöðumaður frístundar er Selmdís Þráinsdóttir.