Frístundastyrkir Norðurþings
Norðurþing gefur ungmennum/foreldrum barna og ungmenna frá 2 –18 aldurs í sveitarfélaginu kost á að nýta frístundastyrk til íþrótta- og tómstundastarfs eins og víða þekkist á landinu.
Á árinu 2019 jókst nýtingin á styrkjunum um 10% á milli ára og var heildarnýtingin 48 %. Upphæðin sem var til umráða var 10.000 kr á barn/iðkenda. Samtals greiddi Norðurþing því út rúmlega 2.5 milljónir króna til barnafjölskyldna í sveitarfélaginu í formi niðurgreiðslna á gjöldum fyrir íþrótta- og tómstundastarfi barna
Styrkirnir voru teknir upp árið 2018 og var upphæðin þá 6.000 krónur. Það ár nýtti eingöngu íþróttafélagið Völsungur sér úrræðið en öllum íþrótta og tómstundafélögum stendur til boða að gera samning við sveitarfélagið um nýtingu styrkjanna.
Árið 2019 nýttu fleiri félög sér frístundarstyrkinn en þau voru meðal annars; Völsungur, Austri, HSÞ, Tónlistarskóli Húsavíkur, Sumarfrístund Norðurþings ásamt nokkrum námskeiðum á Akureyri. Styrkurinn fylgir kennitölu iðkanda þannig að hægt er að nota hann út fyrir sveitarfélagið ef svo má segja.
Frístundastyrkurinn verður í ár 12.000 kr á iðkenda og hefur styrkurinn því hækkað um 100% á tveimur árum.
Nánar má lesa um reglur frístundastyrkja og hvernig á að nýta þá hér.
Skráning á frístundastyrkjum má finna hér